Spói sást viðStokkseyri í dag. binni@bbprentun.com
Category: Farfuglafréttir
Farfuglar
Fyrstu kríur ársins sáust í Óslandi á Höfn í dag, 10 fuglar. Líklegt er að lítið nsjáist af kríum næstu daga en þegar aftur snýst til sunnanáttar þá er líklegt að þær sjáist fljótlega um allt land. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Í morgun sást fyrsti spói ársins við Dilksnesholt í Nesjum, bara einn fugl. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Steindepill sást við Seljavelli í Nesjum og kjói flaug yfir Einarslund á Höfn í dag. Á Lóni voru 8600 álftir og um 1000 rauðhöfðaendur, þar sást líka flórgoði. binni@bbprentun.com
Farfuglar
20 margæsir sáust á Álftanesi. Skúfönd, duggönd og skeiðönd á Fýluvogi við Djúpavog. Um 6300 álftir komnar á Lónið og nokkur hundruð rauðhöfðaendur. Um kl. 1600 kom fyrsta stóra gusan af skógarþröstum á Höfn, mörg hundruð fuglar. Reytingur er komin af heiðlóum á Höfn og 17 hrossagaukar flugu yfir Einarslund. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Heiðlóur hafa sést við Höfn, í Reykjavík og á Suðurnesjum, rauðbrystingur var á Sílavík á Höfn og svo hafa sést um 50 nýkomnir skógarþrestir á Höfn. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Mikið gæsaflug var í dag, hópar með 100-300 fuglum aðalega, mest heiðargæs en líka töluvert af grágæsum. Helsingjar sáust við Hala og blesgæsir á Hvanneyri. Rauðhöfaöndum hefurfjölgað töluvert og sáust tveir hópar við Ósland á Höfn með um 50 fuglum hvor. Um 1000 hettumáfar voru innarlega í Hornafirði í um 5000 fugla máfahóp. Mikið er af… Continue reading Farfuglar
Farfuglar
Í morgun voru komnar um 4.400 álftir á Lónið en lítið sást af rauðhöfðaöndum og grágæsum. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Í gær sást skúfönd á Óslandstjörn en þetta er sú fyrsta í ár og svo var skúfönd komin á Þveit í morgun, grafaandarsteggur var á Bjarnanesrotum við hesthúsin. Rauðhöfaöndum og urtöndum hefur fjölgað töluvert. Álftir hafa komið jafnt og þétt til landsins og töluvert er komið af grágæsum og heiðagæsum. Mikið er komið af tjöldum… Continue reading Farfuglar
Farfuglar
Skógarþrestir eru núna að koma til Hafnar, líklegt er að fyrstu fuglarnir hafi komið fyrir nokkrum dögum síðan, bæði hér á Höfn og á Djúpavog. Urtöndum hefur fljölgað nokkuð í Bjarnanesrotum í Nesjum þar var líka grafandarkolla. 45 duggendur á Þveit í Nesjum. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Fyrsta heiðlóa ársins sást í dag í Breiðdal. Heiðagæsir og grágæsir sáust í Austur-Skaftafellssýslu. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Við Höfn fjölgar tjöldum hratt og litlir álftarhópar fljúga yfir bæinn. Í Lóni voru 684 álftir í dag þar sáust einnig 24 rauðhöfðaendur og tvær urtendur sem eru örugglega nýkomnir fuglar. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Brandendurnar voru 32 í morgun, fyrstu stelkarnir komnir á Höfn, 14 fuglar. Áfltir koma inn og tjöldum fjölgar smá og smátt. Á Djúpavog eru konar brandendur, álftir og grágæs. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Fyrstu brandendurnar sáust á Flóanum við Höfn í dag, 11 fuglar. Töluverður tjaldakliður var í morgun á Höfn og hafa því komið eitthvað af tjöldum undanfarna daga. Í Nesjum voru um 120 álftir og 3 lómar komnir á Þveit í Nesjum. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Í dag sáust fyrstu 2 sílamáfarnir við Ósland á Höfn og nokkuð álftaflug var yfir bæinn. binni@bbprentun.is
Farfuglar
Fyrsti skúmur ársins sást á sjó út af Suðursveit í dag. 84 álftir voru á Lóni og 13 við Krossbæ í Nesjum, álfir eru komnar á Djúpavog. Fyrstu sílamáfarnir sáust í lok febrúar á Suðvesturhluta landsins, fyrir miðjan febrúar fjölgaði stormmáfum og hettumáfum við Höfn. Í gær sáust tvær brandendur á Ölfusá við Selfoss. binni@bbprentun.com
Farfuglar
3 óðinshanar á Þveit í Nesjum. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Fyrsti óðinshaninn sást við Kópasker. Óðinshani á Þveit í Nesjum. The first Red-necked Phalarope of spring arrived at Kópasker (NE) today and another at Þveit/Nes (SE). gaukur.h@simnet.is
Farfuglar
Fyrstu 3 spóar ársins sáust á Stekkakeldu við Höfn í morgun. Tveir steindeplar sáust á Kópaskeri. binni@bbprentun.com
Farfuglar
Steindepill á Höfn, líklegast sá fyrsti þetta vorið. binni@bbprentun.com