Farfuglar

Mikið gæsaflug var í dag, hópar með 100-300 fuglum aðalega, mest heiðargæs en líka töluvert af grágæsum. Helsingjar sáust við Hala og blesgæsir á Hvanneyri. Rauðhöfaöndum hefurfjölgað töluvert og sáust tveir hópar við Ósland á Höfn með um 50 fuglum hvor. Um 1000 hettumáfar voru innarlega í Hornafirði í um 5000 fugla máfahóp. Mikið er af tjöldum og svo hefur tildrum líka fjölgað lítilega við Höfn. Grafandarpar á flugi yfir Óslandstjörn en þær sáust einnig í gær.