Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Garðsöngvari, 2 hettusöngvarar og 3 silkitoppur, Hrossabithagi: Söngþröstur og 17 fjallafinkur, Einarslundur: Dvergtittlingur og glóbrystingur, Þorgeirslundur: Mistilþröstur. Hörgsland á Síðu: Glóbrystingur. Kálfafell í Fljótshverfi: Dvergsnípa, 12 fjallafinkur og silkitoppa. Flugustaðir í Álftafirði: Silkitoppa og fjallafinka. Þvottá í Álftafirði: 3 fjallafinkur og 2 gransöngvarar. Seljavellir í Nesjum: Kúhegri. Djúpivogur: Hettusöngvari. Grænahraun í Nesjum: Barrspæta, dvergsnípa, dvergtittlingur, 2 gransöngvarar, fjallafinka og 40 gráþrestir. Hvalnes í Nesjum: 2 gráhegrar, skógarsnípa, gransöngvari og glóbrystingur. Vík í Lóni: 2 glóbrystingar, söngþröstur, gráhegri, gransöngvari og laufsöngvari. Hæðagarður í Nesjum: Glóbrystingur og 3 fjallafinkur. Fjallsá í Öræfum: Hvinönd (kvk). Stafafell í Lóni: Silkitoppa, bókfinka og 4 fjallafinkur. Stapi í Nesjum: Kúhegri (gæti verið sami og við Seljavelli). Efri-Fjörður í Lóni: Skógarsnípa, silkitoppa, gransöngvari og 2 glóbrystingar. Krossaland í Lóni: 2 glóbrystingar, gransöngvari, hettusöngvari og söngþröstur. Grænahlíð í Lóni: Glóbrystingur. Brunnhóll á Mýrum: Glóbrystingur. Hellisholt á Mýrum: Glóbrystingur og 3 silkitoppur. Reyðará í Lóni: Gransöngvari og glóbrystingur. Smyrlabjörg í Suðursveit: Dvergtittlingur, 4 hettusöngvarar, 2 gransöngvarar og glóbrystingur. Kvísker í Öræfum: Barrfinka og skógarsnípa. Rannveigarstaðir í Álftafirði: Hrímtittlingur og 6 fjallafinkur. Múli í Álftafirði: Bjarthegri. Askur við Djúpavog: Dómpápi (kvk), gransöngvari og glóbrystingur. Hálsaskógur við Djúpavog: 3 glóbrystingar. Hvalnesviti í Lóni: Æðarkóngur (kk). Hnappavellir í Öræfum: Dómpápi (kvk). Hali í Suðursveit: Dvergsnípa, grákráka og glóbrystingur. Hof í Öræfum: 2 fjallafinkur.
Landið:
Grindavík: A.m.k. 20 fjallafinkur og barrspæta. Sólbrekka á Suðurnesjum: Bláskotta, peðgrípur, söngþröstur, 2 glóbrystingar, 8 hettusöngvarar, garðsöngvari, 7 silkitoppur, flekkugrípur, 2 gransöngvarar, 5 fjallafinkur og skógarsnípa. Garður: Lappajaðrakan, 5 silkitoppur, 13 fjallafinkur, flekkugrípur, garðsöngvari og glóbrystingur. Stokkseyri: Silkitoppa og hettusöngvari. Kverkin undir Eyjafjöllum: Bókfinka, 4 fjallafinkur, silkitoppa, 4 gransöngvarar, 3 hettusöngvarar, netlusöngvari og 6 glóbrystingar. Fellabær: 6 silkitoppur. Þorbjörn við Grindavík: Barrspæta, skógarsnípa, mistilþröstur, söngþröstur, mánaþröstur, 2 fjallafinkur, 2 glóbrystingar, gransöngvari og um 100 silkitoppur. Breiðdalsheiði: Barrspæta. Núpur undir Eyjafjöllum: Glóbrystingur og 2 fjallafinkur. Akurgerði í Öxarfirði: Silkitoppa. Leirhöfn á Melrakkasléttu: Fjallafinka og 11 gráþrestir. Höfi í Mývatnssveit: 12 silkitoppur. Hákonarstaðir í Jökuldal: 4 silkitoppur. Selfoss: Hettusöngvari og 2 fjallafinkur. Þrándarstaðir í Eiðaþinghá: Silkitoppa. Garðabær, Vífilstaðavatn: Gráhegri, bærinn: 3 silkitoppur. Ysti-Skáli undir Eyjafjöllum: 2 silkitoppur, hettusöngvari og glóbrystingur. Skarðshlíð undir Eyjafjöllum: 3 glóbrystingar og hettusöngvari. Reykjavík, Fossvogskirkjugarður: Glóbrystingur. Skipalón við Vopnafjörð: Svartsvanur. Vopnafjörður: Bókfinka og silkitoppa. Sandgerði: Hettusöngvari, 2 fjöruspóar og lappajaðrakan. Brúarás í Þistilfirði: 2 gráhegrar. Fuglavík á Suðurnesjum: Grænsöngvari og gransöngvari. Flatey á Skjálfanda: Fjöruspói. Innri-Njarðvík: Glóbrystingur.

bjugnefja@smart.is