Farfuglar

SA-land:
Á túnunum við Flatey á Mýrum voru yfir 1000 heiðagæsir, 5 helsingjar og 6 grágæsir. Á Steinasandi í Suðursveit voru 350 heiðagæsir, helsingi og yfir 1000 skógarþrestir. Við Hala í Suðursveit voru 7-800 skógarþrestir. Á tjörnum sunna við Stóra-Ból á Mýrum voru 235 álftir, 10 grafendur, 120 rauðhöfðaendur, 45 urtendur, skúfönd, 6 heiðlóur og jaðrakan. Höfn, Eianrslundur einn hrossagaukur. Helsingi var á túni við Grænahraun í Nesjum.
Landið:
Vestan við Lækjarbakka í Flóa var ein margæs. Mikið af fýlum komnir að höfninni á Fáskrúðsfirði einnig hefur hettumáfum fjölgað nokkuð.

bjugnefja@smart.is