Við golfvöllin á Höfn voru 14 blesgæsir, 12 rauðöfðaendur og 2 helsingjar. Á Sílavík á Höfn voru 3 sandlóur. Heiðagæsum fjölgar hratt þessa dagana á Suðausturlandi og helsingjum fjölgar líka, 50 voru við Hjarðarnes í Nesjum og yfir 400 við Grænahraun í Nesjum. Þó ekki hafi enn komið stór skógarþrastar ganga á og við Höfn er samt töluverður reytingur af þeim út um allt. Á Þveit í Nesjum voru komnar 4 skúfendur, 4 duggendur og 6 lómar.
bjugnefja@smart.is