Farfuglar/Migration

Á Þveit í Nesjum voru grafendurnar orðnar 5. Á Breiðabólstaðalóni í Suðursveit voru 140 álftir, 22 rauðhöfðaendur, 22 urtendur, 2 lómar, um 1000 hettumáfar, um 500 stormmáfar, um 100 sílamáfar og 30 skúmar, einnig þúsundir bjartmáfa en þeir fara nú að far norður á boginn og yfirgefa vetrarstöðvarnar á Íslandi. Á túnunum við Flatey á Mýrum voru 370 heiðagæsir, 6 grágæsir, 2 blesgæsir og 420 álftir Við Holtahóla á Mýrum 117 heiðagæsir, 8 blesgæsir, 7 grágæsir og 2 álftir.

bjugnefja@smart.is