Farfuglar

Fyrstu þúfutittlingarnir eru komnir til landsins en 2 fuglar sáust við Fornustekka í Nesjum. Og svo sást hópur um 30 hrossagauka á flugi við Einarslund á Höfn. Í morgun hefur verið stanslaust flug heiðagæsa og grágæsa yfir Höfn. Yfir Höfn sáust a.m.k. 2 hrossagaukshópar um 30 fuglar og svo 11 fuglar, um 60 hrossagaukar sáust svo á flugi við Hóla í Nesjum. Uppúr hádegi fóru svo skógaþrestir að streyma inn og voru einhver þúsund fuglar á Höfn og nágrenni. Mikið sást af skógaþröstum bæði á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði. Nokkrar heiðlóur eru komnar á Höfn og svo sáust þar 16 jaðrakanar og 65 brandendur. Mikið er komið af tjöldum og sjást þeir nú inn um allar sveitir á Suðausturlandi. Margæsir eru farnar að sjást á Suðvesturlandi.

binni@bbprentun.com