Farfuglar

Um 20 heiðlóur sáust í Fljótshlíðinni í dag. Lítileg fjölgun skógarþrasta frá í gær en fyrstu jaðrakanar ársins vour komnir á flóann við Höfn og í fjöruna á Eyrarbakka, 2 fuglar á hvorum stað fyrir sig. Nokkrir hópar af álftum og grágæsum á flugi yfir Höfn. Um 100 blesgæsir og tugur af heiðagæsum sáust í Flóanum, við Þjórsá.

binni@bbprentun.com