Farfuglar

Nú fer álftum að fjölga smá saman næstu vikurnar, 23 álftir voru á Lóninu, 4 við Hlíð í Lóni og 3 í Álftafirði, a.m.k ein þeirra (ungfugl) hafði vetursetu. Fyrsti tjaldurinn sást við Seyðisfjörð í dag, líklegast innalands farfugl en erfitt er að segja til um það, ef skilja má fréttir frá Færeyjum eru fyrstu tjaldarnir komnir þangað.

binni@bbprentun.com