Farfuglar / Bird migrations

Rólegt hefur verið í farfuglakomum Suðaustanlands síðustu daga og er það líklegast norðanáttin sem heldur aftur af þeim en mun líflegra hefur verið á vestur helmingi landsins. 3. apríl voru nokkur hundruð skógarþrestir í fjörunni við Eyrarbakka, þúfutittlingur sást í Garðabæ í gær. Tilkynnt hefur verið um nokkra hrossagauka á Selfossi og víðar á Suðurlandi. Heiðlóuhópar hafa sést undir Eyjafjöllum og vestur með landinu. Í gær sáust 3 jaðrakanar á Höfn og þar voru brandendurnar orðnar yfir 50, einnig hafa brandendur sést á Suðurlandi og mjög líklegt er að þeim hafi fjölgað í Andarkílnum. Margæsir hafa sést á Álftanesi og í við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði. Tvö skeiðandarpör voru á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í gær. Í gær var sanderla í Eyrarbakkafjöru og skúfendur við Selfoss en þær hafa sést síðustu daga í nágrenni Hafnar einnig fjölgar rauðhöfðaöndum, urtöndum og duggöndum smá saman.

binni@bbprentun.com