Í dag voru komnar tæplega 6000 álftir í Lónið og um 150 rauðhöfðaendur, einungis 2 grágæsir sáust á túnum í Lóni en við lónið sjálft voru um 50 fuglar. Á Flóanum við Höfn voru nokkrir tugir af stelkum og á leirunum í kringum Höfn eru einhver þúsund tjaldar enda er toppurinn í þeirra fari um þetta leiti árs. Víða voru skógarþrestir á og við Höfn, fyrsti skógarþröstur vorsins var komin í Fljótin í dag og þeir eru farnir að sjást víða um land. Helsingjar sáust á Álftanesi og er það frekar snemmt, mikið af blesgæsum, heiðagæsum og grágæsum hafa sést á sunnanverður landinu.
binni@bbprentun.com