Farfuglar / Bird migrations

Reytingur af skógarþröstum á Höfn, álftir og grágæsir í smá hópum. Grafandarpar var komið á Flóann við Höfn og annað á Kríutjörn í Nesjum. Rauðhöfðaöndum fjölgar töluvert og sjást þeir mjög víða. Nokkrar heiðagæsir komnar á tún við Grænahraun og Haga í Nesjum. Þann 29. mars var jaðrakan í hópi 135 tjalda við Eyrarbakka. Álftir, grágæsir og skógarþrestir eru kominn til Seyðisfjarðar.

binni@bbprentun.com