Hálfdán Björnsson 14. mars 1927 – 10. febrúar 2017
Mynd úr einni af Ingólfshöfðaferðinni.
Hálfdán á Kvískerjum dó síðast liðinn föstudag, þessi öðlingur var einstök persóna sem líklegast allir heilluðust af sem urðu þess aðnjótandi að kynnast honum einhverntíma á lífsleiðinni. Náttúran var honum allt og ekki síst fuglar, fiðrildi og skordýr, áhugi hans smitaði alla sem kynntust honum. Fuglaathugunastöð Suðausturlands var stofnuð til að byggja ofan á hans löngu rannsóknir og merkingar á fuglalífi Austur-Skaftafellssýslu og hefur það verið okkur mikill heiður að vinna með Hálfdáni og geta haldið áfram að bæta ofan á þá þekkingu sem hann byggði svo vel upp og fræddi okkur af.
Hálfdán verður jarðsettu í Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 18. febrúar 2017.
Björn Gísli Arnarson og Brynjúlfur Brynjólfsson