Tjaldar eru komnir til Seyðisfjarðar, þar sáust 14 fuglar í dag, einnig eru tjaldar farnir að sjást utan hefðbundinna vetrardvalastaða við Höfn. Grafandarkolla sást með stokköndum á Höfn, en grafandarkolla sást 4. mars á Bjarnanesrotum í Nesjum og er það líklegast sami fugl. Engin grafönd var á svæðinu í vetur svo vitað sé.