Nýjar tegundir á árinu 2013

Árið 2013 var ekki mjög gjöfult fyrir flækingsfuglaskoðar ef litið er til magns fugla og fjölda tegunda en það sem gerði árið áhugavert eru fimm tegundir sem voru að sjást í fyrsta sinn á Íslandi.

Þann 28. júní fannst roðaþerna Sterna dougalli í Óslandi á Höfn, lengi hefur verið beðið eftir þessari fallegu þernutegund. Roðaþernur eru lítill stofn beggja vegna Atlantshafsins. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

rodaterna

Önnur nýja tegund ársins var lónamáfur Larus melanocephalus en hann fannst á Jökulsárlóni 6. okt og sást í nokkra daga á eftir. Lónamáfáfar urpu first í Evrópu (Ungverjalandi) 1940 en hefur svo fjölgað og verpir næst okkur á Suður-Englandi. Fuglinn sem sást við Jökulsárlón var 1. vetrar fugl. Mynd: Daníel Bergmann.

lónamáfur

Þriðja tegundin sem búist hefur verið við að kæmi til Íslands fannst 20. okt rétt sunnan við Selfoss, mjallgæs Anser rossii. Mjallgæs er náskyld snjógæs og mjög lík henni í útliti, áberandi minni og með minna nef, þær eru Norður Ameriskar að uppruna. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

DSCN2299

En mjög óvænt fannst Ameriskur máfur á Höfn 17. nóv, heiðmáfur Larus glaucescens. Heiðmáfar eru mjög sjaldséðir í Evrópu enda eru heimkynni þeirra á vesturströnd Norður Ameríku og austast í Asíu. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

heidmafur17112013

Og að loku fannst svo brjósttittlingur Melospiza lincolnii sem er Amerískur spörfugl, í Gróðrarstöðinn Þöll í Hafnarfirði þann 7. des og er þar enn. Brjósttittlingar eru sjaldséðir í Evrópu. Mikil umræða varð um þetta fallega nafn sem hann fékk “brjósttittlingur”. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

brjósttittlingur