Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

Í dag var flutt lítið hús í Einarslund, en þetta er gamall vegavinnuskúr sem notaður hafði veri í all mörg ár sem aðstaða fyrir starfsmenn ruslaportsins á Höfn, en í haust var opnuð ný og flott aðstaða fyrir ruslið og gaf þá Sveitarfélagið Hornafjörður stöðinni húsið. Með vorinu verður svo lagað til í kringum húsið og allt gert snyrtilegt og fínt. Jón Pálsson sá um að skifta um jarðveg undir húsinu og þeir feðagar Guðni Karlsson og Karl Guðnason að flytja húsið. Til gamans má geta þess að þessir vegavinnuskúrar voru smíðaðir á Höfn á sínum tíma. Björn Gísli Arnarson tók myndirnar sem fylgja með.

binni@bbprentun.com

husið-30.1.2014