Þann 25. águst var þessi máfur myndaður í Mikley og við Álaugarey á Höfn en hann hafði sést áður þann 19. águst í Mikley. Myndirnar voru settar á máfahópa á facebook og var mjög fljótlega staðfest að þetta væri klapparmáfur Larus michahellis “atlantis”, “atlantis” deilitegundin er á Azoreeyjum og Kanaríeyjum og er mun dekkri en Miðjaðrahafsdeilitegundin, en klapparmáfar eru náskildir silfurmáfum. Þetta er þriðji “atlantis” fuglinn sem finnst hér á landi en sá fyrsti var á Heimaey og svo sást annar fuglinn einnig á Höfn. Klapparmáfar eru mjög sjaldséðir hér við land en innan við 10 fuglar hafa fundist en líkleg er að þeim fjölgi næstu árin, með aukinni þekkingu á að greina þá.
Klapparmáfurinn er lengst til hægri á myndinni, Björn Gísli Arnarson tók allar myndirnar.