Dagatöl

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands gefur út tvö almanök fyrir árið 2024.
 
Hvort almanak er í stærðinni A4, 12 síður og forsíða og verður selt á kr. 5.000.- og ef það þarf að senda það í pósti þá leggjast kr. 300.- ofaná í pökkun og burðargjald.
 
Annað almanakið er með 12 myndum af helsingjum og fer allur hagnaðurinn af því til helsingja rannsókna, það er aflestur litmerkja og talninga á helsingjum á Suðausturlandi, myndirnar tók Brynjúlfur Brynjólfsson.
Hitt er með 12 mismundandi fuglamyndum og fer hagnaðurinn af því til merkinga og fleiri verkefna hjá Fuglaathugunarstöðinni, myndirnar tóku Björn Gísli Arnarson, Brynjúlfur Brynjólfsson og Kristján Reynir Ívarsson.
 
Hægt er að panta almanökin hjá Binna á netfanginu bjugnefja@smart.is þau sem panta fyrir 28. nóvember fá þau afhent dagana 6. til 8. desember en annars eftir 18. desember.
bjugnefja@smart.is